Höfum ekki margar lausnir

Lið Manchester United á æfingu í Moskvu í dag.
Lið Manchester United á æfingu í Moskvu í dag. AFP

Það verður smá hausverkur fyrir José Mourinho knattspyrnustjóra Manchester United að ákveða hvaða miðjumönnum hann stillir upp í leiknum gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni sem fram fer í Moskvu á morgun.

Miðjumennirnir Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick eru allir frá vegna meiðsla og verða ekki með í leiknum og þá er Serbinn öflugi Nemanja Matic sagður vera tæpur þó svo að hann sé í leikmannahópi Manchester-liðsins sem kom til Moskvu í gær.

„Við höfum ekki Fellaini, Pogba eða Carrick. Við höfum ekki margar lausnir  en við reynum að forðast að einblína á einstaka stöður á vellinum. Við munum tefla fram liði sem hefur gæði og jafnvægi og skýrt markmið okkar er að vinna leikinn,“ sagði Mourinho á fréttamannafundi í Moskvu í dag.

Líklegt er að Spáverjinn Ander Herrera fái tækifæri en hann hefur mátt sætta sig við að sitja mikið á bekknum í fyrstu leikjum United á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert