Kennir Van Gaal um það hvernig fór

Adnan Januzaj.
Adnan Januzaj. AFP

Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það sé Louis van Gaal að kenna að ferill hans þróaðist ekki í sömu átt og talið var. Januzaj var um tíma talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu.

Januzaj kom fram á sjónarsviðið 18 ára gamall undir stjórn David Moyes á Old Trafford og vakti mikla athygli en nú fjórum árum síðar hefur hann verið seldur til Real Sociedad á Spáni. Belginn segir að koma Louis van Gaal til United hafi haft þau áhrif.

Januzaj segir að hollenski stjórinn hafi viljað þvinga hann sem leikmann og telur öruggt að einhverjir leikmenn liðsins hafi hætt að hafa jafn mikla ánægju af fótbolta og áður en hann kom. Januzaj hafi sjálfur verið afar pirraður og segist aldrei hafa átt séns í liði United undir stjórn hans, en það var að lokum José Mourinho sem seldi Januzaj í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert