Kenny Dalglish-stúkan klár á Anfield

Kenny Dalglish stoltur fyrir framan Kenny Dalglish-stúkuna.
Kenny Dalglish stoltur fyrir framan Kenny Dalglish-stúkuna. Ljósmynd/Heimasíða Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur nefnt stúku á Anfield, heimavelli sínum, til höfuð Kenny Dalglish, fyrrum leikmanni og þjálfara liðsins. 

Dalglish var hjá Liverpool í 20 ár, fyrst sem leikmaður, síðan þjálfari og er hann algjör goðsögn hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann kom fyrst til Liverpool árið 1977 frá Celtic og skoraði hann 172 mörk í 515 leikjum með liðinu. 

Hann vann ensku deildina átta sinnum, Evrópubikarinn þrisvar, enska bikarinn tvisvar, deildabikarinn fimm sinnum og Meistarakeppni UEFA einu sinni á árum sínum sem leikmaður liðsins. Hann þjálfaði svo liðið frá 1985-91 og aftur 2011-2012. Sem stjóri gerði hann Liverpool þrisvar að enskum meistara, vann enska bikarinn tvisvar og deildabikarinn einu sinni. 

Sir Alex Ferguson var mættur til að óska Dalglish til …
Sir Alex Ferguson var mættur til að óska Dalglish til hamingju. Ljósmynd/Heimasíða Liverpool
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert