Stjóri Harðar fékk morðhótanir

Hörður Björgvin Magnússon leikur hjá Bristol City.
Hörður Björgvin Magnússon leikur hjá Bristol City. mbl.is/Golli

Lee Johnson, knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins Bristol City, segir í viðtali við breska ríkissjónvarpið að hann hafi fengið morðhótanir frá stuðningsmönnum félagsins á síðustu leiktíð. 

Johnson keypti framherjann Matty Taylor frá grönnunum í Bristol Rovers og það fór illa ofan í harða stuðningsmenn City. Bristol City tapaði átta leikjum í röð um mitt síðasta tímabil og var hann ansi óvinsæll um tíma. 

Stjórinn hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af stuðningsmönnum, m.a fyrir að geyma Hörð Björgvin Magnússon á bekknum, leik eftir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert