Augnablik eins og þessi munu koma

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Eflaust eru margir þess minnugir er Manchester United kom í heimsókn á Anfield á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Þá lék liðið afar varnarsinnaðan leik þar sem lokatölur urðu markalaust jafntefli.

José Mourinho gantaðist með það á blaðamannafundi í gær og sagði: „Ég mun spila með einn varnarmann og níu framherja.“

Leikurinn hefst kl. 11:30 og er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Spurður af Jamie Carragher, sparkspekingi á Sky Sports og fyrrverandi leikmanni Liverpool, hvort hann búist við svipuðum leik Manchester United á eftir sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool:

„Það munu verða augnablik eins og þessi,” sagði Klopp er Carragher stöðvaði myndina sem hann sýndi Þjóðverjanum en þá var United með sex leikmenn aftarlega á vellinum.

Leikmenn United voru þéttir til baka á síðustu leiktíð. Verður …
Leikmenn United voru þéttir til baka á síðustu leiktíð. Verður annað uppi á teningnum á eftir? Ljósmynd/Skjáskot/Sky Sports.

„Þeir hafa spilað með þrjá í vörninni og fjóra nú þegar og við vitum öll að þetta lið er mjög reynslumikið. Þetta er ekki passíft [upplegg]. Þeir sitja bara djúpt og eru að vinna saman,“ sagði Klopp.

„Það sem þeir eru að gera öðruvísi í ár er að þeir spila með liðið hátt uppi snemma leiks þegar hitt liðið hefur boltann. Þeir eru ekkert of ákafir og gefa færi á að spila boltanum, en eru mjög góðir, sérstaklega með Marouane Fellaini og Paul Pogba, að verjast í þessari stöðu,” sagði Klopp en hann segist ekki hafa áhyggjur að sitt lið geti skapað færi á móti United.

„Við sköpum mörg færi gegn liðum, hvort sem það er Man. Utd. eð a ekki. Það spila mörg lið svona og við sköpum færi á móti þeim,” sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert