Erkifjendur mætast

Þeir stýra liðum sínum í viðureign dagsins, Jose Mourinho (t.v.) …
Þeir stýra liðum sínum í viðureign dagsins, Jose Mourinho (t.v.) hjá Manchester United og Jürgen Klopp hjá Liverpool (t.h.). AFP

Þráðurinn verður tekinn upp á ný í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eftir landsleikjahlé sem gert var vegna undankeppni HM.

Grannaliðin í norðurhluta Englands mætast í svokölluðum „hádegisleik“ en flautað verður til leiks hjá Liverpool og Manchester United á Anfield klukkan 11:30. United hefur byrjað vel í deildinni og er taplaust eftir fyrstu sjö leikina með sex sigra og eitt jafntefli. Liðið er í 2. sæti en Liverpool í 7. sæti þótt liðið hafi aðeins tapað einum leik. Liðið hefur hins vegar gert þrjú jafntefli og unnið þrjá leiki.

Topplið Manchester City fær Stoke City í heimsókn sem stýrt er af Mark Hughes sem áður stýrði Man City. Enskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í gær hvort Argentínumaðurinn Sergio Agüero gæti hugsanlega verið í leikmannahópi toppliðsins en hann slasaðist lítillega í umferðarslysi á dögunum. Hefur hann skorað sex mörk nú þegar í deildinni. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert