Watford afgreiddi Arsenal í uppbótartíma

Troy Deeney skorar úr vítaspyrnunni í kvöld.
Troy Deeney skorar úr vítaspyrnunni í kvöld. AFP

Watford vann magnaðan 2:1 sigur á Arsenal í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þar sem Tom Cleverley var hetjan hjá liðinu er hann skoraði þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Per Mertesacker kom Arsenal í 1:0 með skalla eftir hornspyrnu á 39. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Troy Deeney kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og jafnaði metin fyrir Watford úr vítaspyrnu eftir að Richarlison hafði fallið í teignum eftir viðskipti við Hector Bellerin. Við nánari eftirgrenslan kom hins vegar í ljós að ekki var um mikla snertingu að ræða.

Í stöðunni 1:0 hefði Þjóðverjinn Mesut Özil farið langt með að tryggja Arsenal sigurinn en klúðraði færi einn á móti Heurelho Gomes í markinu hjá Watford.

Watford-menn hresstust við markið sem þeir skoruðu og átti liðið meðal annars skot í stöng áður en Cleverley skoraði sigurmarkið sem var það fimmta á leiktíðinni sem Watford skorar á 90. mínútu + af þeim 15 mörkum sem liðið hefur skorað samtals.

Watford hefur 15 stig í 4. sætinu en Arsenal hefur 13 stig í 6. sæti.

Danny Welbeck í baráttunni við Adrian Mariappa í dag.
Danny Welbeck í baráttunni við Adrian Mariappa í dag. AFP
Watford 2:1 Arsenal opna loka
90. mín. Tom Cleverley (Watford) skorar +2. 2:1. Já hérna hér. Tom Cleverley að tryggja heimamönnum sigurinn! Fékk frákastið í teignum og þrumar knettinum í markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert