Carragher gagnrýnir Klopp

Jamie Carragher, til hægri.
Jamie Carragher, til hægri. Ljósmynd/Skysports.com

Jamie Carragher, goðsögn hjá Liverpool og sparkspekingur á Sky Sports, gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra félagsins eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Manchester United í gær í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool réð löngum köflum lögum og lofum í leiknum og Carragher segir að Klopp hefði átt að taka meiri áhættur í skiptingum sínum.

„Jürgen Klopp gerði breytingar en hélt þriggja manna miðjunni eins,“ sagði Carragher en Liverpool hefur nú aðeins unnið einn leik af síðustu átta og er í 7. sæti með 13 stig eftir 8 leiki.

„Metnaðurinn var það lítill hjá United að það var vel þess virði að halda Coutinho inni á vellinum og setja inn annan sóknarsinnaðan leikmann,“ sagði Carragher.

Klopp Tók Mohamed Salah af velli á 78. mínútu, Coutinho af velli fyrir Daniel Sturridge mínútu síðar og breytti ekki um taktík.

„Það er ekki auðvelt að vera knattspyrnustjóri en ég hefði tekið séns fyrr í leiknum og ekki verið með skiptingar sem voru bara maður inn fyrir mann heldur breytt taktíkinni líka,“ sagði Carragher.

„Ef Liverpool hefði sett annan sóknarmann inn á þá hefði það getað kostað þá leikinn, en það hefði líkað getað gert gæfumuninn. Miðað við stöðuna sem Liverpool er í, þá var þetta leikur sem þeir þurftu að vinna,“ sagði Carragher.

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert