Koeman: Það var brotið á Gylfa

Ronald Koeman á hliðarlínunni í dag.
Ronald Koeman á hliðarlínunni í dag. AFP

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ósáttur við ákvörðun Michael Oliver að hafa ekki dæmt á Pascal Gross er hann togaði auglósalega í Gylfa Þór Sigurðsson innan vítateigs í leik Everton og Brighton í dag þar sem lokatölur urðu 1:1.

„Já, þetta var víti. En við getum ekki kvartað undan dómaranum þar sem hann átti góðan dag,“sagði Koeman.

Everton hefur aðeins 8 stig eftir 8 leiki í ensku úrvalsdeildinni og er í slæmri stöðu neðarlega í deildinni.

„Við erum í erfiðri stöðu en við sýndum baráttu og gerðum vel í að koma til baka,“ sagði Koeman en hann segist ekki óvanur þeirri pressu sem komin er á hann í starfinu.

„Allt mitt fótboltalíf hef ég þurft að takast á við pressu. Ef ég fæ ekki pressu að utan þá set ég hana sjálfur á mig,“ sagði Ronald Koeman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert