United-menn hugguðu táninginn

Mile Svilar lagði vel inn á reynslubankann í gærkvöld.
Mile Svilar lagði vel inn á reynslubankann í gærkvöld. AFP

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem lýst hafa ánægju sinni yfir því hvernig leikmenn United komu fram við hinn 18 ára gamla markvörð Benfica eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Hinn 18 ára gamli Mile Svilar setti met sem yngsti markvörður í sögu Meistaradeildarinnar en það voru slæm mistök hans sem tryggðu United 1:0-sigur í leiknum.

Eftir leik fóru nokkrir leikmanna United, þar á meðal Romelu Lukaku, til Svilars og hughreystu hann.

„Það var mjög notalegt að sjá þetta eftir leikinn. Þetta var vel gert. Hann er ungur strákur og er að læra að fóta sig, og því miður þarf maður stundum að læra með því að gera stór mistök á mikilvægum augnablikum. En þetta var mjög vel gert hjá United-strákunum. Mjög gaman að sjá,“ sagði Keane á ITV eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert