Newcastle komið í Evrópubaráttuna

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle United. AFP

Newcastle United skaust upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með 1:0-sigri sínum gegn Crystal Palace í níundu umferð deildarinnar í dag. Newcastel United hefur 14 stig eftir þennan sigur. 

Michael Appleton fór vel af stað sem bráðabirgðarstjóri Leicester City, en liðið lagði Swansea City að velli, 2:1, í fyrsta leik Appleton við stjórnvölinn hjá liðinu. Leicester City komst upp úr fallsæti með sigrinum, en liðið er í 13. sæti deildarinnar með níu stig.

Þá hafði Bournemouth betur, 2:1, gegn Stoke City, en þetta var annar deildarsigur liðsins á yfirstandandi leiktíð. Bournemouth er þó enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn, en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig. 

Stoke City er sömuleiðis í fallsæti en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar sem er efsta fallsætið með átta stig. Swansea City, Everton og West Ham United hafa átta stig líkt og Stoke City sem er með slökustu markatöluna af fyrrgreindum liðum. Crystal Palace situr á botni deildarinnar með þrjú stig.

Úrslit og markaskorar í leikjum dagsins: 

Newcastle United - Crystal Palace, 1:0
Mikel Merino 86. 
Swansea City - Leicester City, 1:2
Aflie Mawson 56. - Federico Fernandez (sjálfsmark) 25, Shinji Okazaki 49.
Stoke City - Bournemouth, 1:2
Mame Biram Diouf 63. - Andrew Surman 16, Junior Stanislas (víti) 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert