Torsóttur sigur Chelsea á Watford

Pedro kom Chelsea yfir.
Pedro kom Chelsea yfir. AFP

Chelsea vann torsóttan sigur á Watford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en lokatölur á Stamford Bridge í Lundúnum urðu 4:2.

Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir Chelsea er Spánverjinn Pedro Rodriguez kom liðinu í 1:0 með draumamarki í stöng og inn á 12. mínútu.

Watford-liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og lagði Arsenal í síðasta leik. Watford jafnaði metin í dag rétt fyrir hálfleik en þar var að verki Abdoulaye Doucouré með snyrtilegu skoti á nærstöng eftir að boltinn hafði borist til hans út í teig. 1:1 var staðan í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks komust svo gestirnir í 2:1 en þar var að verki Argentínumaðurinn Roberto Pereyra, 2:1. Richarlison hafði mínútu fyrr fengið dauðafæri en brást bogalistin. Hann var svo aftur á ferðinni fimm mínútum eftir markið hjá Watford en skalli hans úr frábæru færi framhjá.

Þessu klúður reyndust Watford dýr og ensku meistararnir refsuðu fyrir þau. Á 71. mínútu jafnaði Belginn Michy Batshuayi metin er hann skallaði sendingu Pedro í markið á laglegan hátt en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður fyrir Alvaro Morata sem náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Á 87. mínútu skoraði svo bakvörðurinn Cesar Azpilicueta sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Willian og kórónaði hinn spænski frábæra byrjun sína á leiktíðinni með þessu sigurmarki.

Batshuayi rak svo síðasta naglann í kistu Watford með marki í uppbótartíma og skoraði sitt annað mark, 4:2 lokatölur.

Chelsea 4:2 Watford opna loka
90. mín. Michy Batshuayi (Chelsea) skorar +5. Slapp einn í gegn eftir hörmuleg tilburði Watford-manna á miðjunni þar sem þeir reyndu að vippa boltanum yfir Bakayoko.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert