Arsenal skaut Everton í fallsæti

Lacazette og Özil fagna í dag.
Lacazette og Özil fagna í dag. AFP

Arsenal sigraði Everton 5:2 í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal er eftir leikinn í fimmta sæti með 16 stig en Everton er komið í fallsæti, 18. sæti með átta stig.

Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með góðu skoti utan vítateigs.

Arsenal var sterkara liðið í fyrri hálfleik og jöfnunarmarkið verðskuldað. Nacho Monreal fylgdi eftir skoti Granit Xhaka þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og jafnaði, 1:1 að loknum fyrri hálfleik.

Arsenal hóf seinni hálfleik líkt og liðið lauk þeim fyrri; af krafti. Mesut Özil kom gestunum yfir með góðum skalla eftir sendingu Alexis Sánchez þegar tæpar átta mínútur voru búnar af seinni hálfleik.

Miðjumaðurinn Idrissa Gueye fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar rúmlega 20 mínútur lifðu leiks. Sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette skoraði þriðja mark Arsenal með góðu skoti eftir skyndisókn þegar 15 mínútur lifðu leiks.

Aaron Ramsey skoraði fjórða mark Arsenal þegar hann slapp einn í gegn og skoraði eftir sendingu frá Jack Wilshere á 90. mínútu. Varamaðurinn Oumar Niasse skoraði sárabótamark fyrir Everton áður en Alexis Sánchez skoraði fimmta mark Arsenal og tryggði gestunum 5:2-sigur.

Everton 2:5 Arsenal opna loka
90. mín. Aaron Ramsey (Arsenal) skorar 1:4 - sleppur í gegnum vörn Everton og skorar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert