Tveir hörkuleikir í enska boltanum í dag

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa átt erfitt …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa átt erfitt uppdráttar. AFP

Tveir hörkuleikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og með þeim lýkur 9. umferð deildarinnar.

Klukkan 12.30 taka Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton á móti Arsenal. Mikil pressa er komin á Ronald Koeman, stjóra Everton, eftir dapurt gengi liðsins á leiktíðinni. Líklegt er að Wayne Rooney, Gylfi Sigurðsson, Leighton Baines, Idrissa Gueye og Phil Jagielka komi allir inn í byrjunarlið Everton. Arsenal er í 7. sæti deildarinnar með 13 stig en Everton hefur aðeins átta stig og er í 16. sætinu.

Klukkan 15 mætast svo á Wembley Tottenham og Liverpool. Með sigri kemst Tottenham upp að hlið Manchester United í annað sæti deildarinnar en takist Liverpool að vinna kemst það upp í fjórða sæti deildarinnar og jafnar Chelsea að stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert