Stjóri Gylfa rekinn frá Everton

Ronald Koeman er ekki lengur stjóri Everton.
Ronald Koeman er ekki lengur stjóri Everton. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur rekið Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins, úr starfi eftir 16 mánuði við stjórnvölinn. 

Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton, en liðið hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið tvo af níu deildarleikjum sínum til þessa og situr liðið í 18. sæti, sem er fallsæti. 5:2-tapið gegn Arsenal á heimavelli í gær var kornið sem fyllti mælinn. 

Everton hafnaði í 7. sæti á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Gylfi og félagar eru aðeins með eitt stig á botni E-riðils í keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert