Stjóri Jóhanns líklegur eftirmaður Koeman

Sean Dyche.
Sean Dyche. AFP

Breski miðillinn Telegraph greinir frá því að Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, sé líklegur eftirmaður Ronald Koeman hjá Everton. Koeman var rekinn frá Everton í dag eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. 

Dyche hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Leicester, sem rak Craig Sheakspere á dögunum. Sean Dyche hefur tvívegis komið Burnley upp í ensku úrvalsdeildina, árin 2014 og 2016, en hann féll með liðið árið 2015. 

Hann hefur stýrt Burnley síðan 2012, en þar á undan var hann með Watford í rúmt ár. Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley og gæti stjóri hans því tekið við Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert