Gerði mestu mistök ferils síns

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, á æfingu landsliðsins í gær.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, á æfingu landsliðsins í gær. AFP

„Danny Drinkwater gerði mestu mistök ferils síns með því að neita því að spila með enska landsliðinu.“ Þetta segir fyrrverandi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og landsliðsmaður.

„Að segja Glenn Hoddle að ég ætlaði ekki að spila með B-landsliði Englands árið 1998 var versta ákvörðun sem ég hef tekið. Þá 24 ára gamals var landsliðsferli mínum lokið,“ skrifar Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður Chelsea, Blackburn, Celtic og fleiri liða, í enska blaðinu Daily Mail í dag en miðjumaðurinn Danny Drinkwater, leikmaður Chelsea, neitaði að taka sæti í enska landsliðshópnum fyrir vináttuleikina á móti Þjóðverjum og Brasilíumönnum.

„Nú eru möguleikar Drinkwater á að spila á HM úr sögunni og framtíðarþjálfarar enska landsliðsins munu ekki líta við honum,“ skrifar Sutton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert