Paris SG búið að ræða við Conte

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Fregnir frá Frakklandi herma að forráðamenn franska stórliðsins Paris SG hafi sett sig í samband við Antonio Conte með það fyrir augum að fá hann sem næsta þjálfara liðsins.

Parísarliðið ætlar að losa sig við Unai Emery eftir tímabilið. José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur undanfarnar vikur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá franska liðinu en að því er heimildir franska blaðsins Le Parisen herma hefur Paris SG rætt við Conte um að taka við liðinu fyrir næstu leiktíð.

Nokkur styr hefur staðið um Conte á þessu tímabili en Ítalinn tók við stjórastarfinu hjá Chelsea fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að Englandsmeisturum. Hann er samningsbundinn Lundúnaliðinu til ársins 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert