Klopp hefur áhyggjur af Mané

Sadio Mané.
Sadio Mané. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa áhyggjur af meiðslum senegalska landsliðsmannsins Sadio Mané.

Meiðsli sem hafa verið að angra Mané aftan í læri tóku sig upp á nýjan leik í leik Sengal og S-Afríku á föstudaginn þegar Senagalar tryggðu sér farseðilinn á HM. Mané er á leið til Englands þar sem sjúkraþjálfarar Liverpool munu meta meiðsli leikmannsins en hann tók þátt í 4:1 sigri Liverpool gegn West Ham 4. þessa mánaðar eftir að hafa misst af fimm leikjum í röð vegna meiðslanna aftan í lærinu.

„Það veldur mér auðvitað áhyggjum að hann sé aftur að finna fyrir meiðslum aftan í lærinu. Við erum ekki búnir að hitta hann enn þá og kanna meiðsli hans til hlítar en það verður gert um leið og hann kemur,“ segir Klopp en Liverpool tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og sækir svo Sevilla heim í afar mikilvægum leik í Meistaradeildinni þremur dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert