Alderweireld úr leik út árið

Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld. AFP

Meiðsli belgíska varnarmannsins Toby Alderweireld, miðvarðar Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eru meiri en haldið var í fyrstu.

Alderweireld varð fyrir meiðslum í frábærum sigri Tottenham gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti á fréttamannafundi í dag í aðdraganda leiksins gegn erkifjendunum í Arsenal að miðvörðurinn öflugi mundi verða frá keppni næstu vikurnar og reiknar ekki með því að hann spili aftur fyrr en á nýju ári.

Eric Dier mun því færa sig af miðsvæðinu og spila í hjarta varnarinnar og líklegt er að Mousa Dembele komi inn í byrjunarliðið og leiki á miðjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert