Coleman búinn að skrifa undir

Chris Coleman.
Chris Coleman. AFP

Chris Coleman er formlega tekinn við sem knattspyrnustjóri Sunderland og skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Hann hætti með velska landsliðið á dögunum til þess að taka við Sunderland sem er í botnsæti ensku B-deildarinnar.

Ekk­ert hef­ur gengið hjá Sund­erland á tíma­bil­inu. Liðið féll úr ensku úr­vals­deild­inni í fyrra en er á botni B-deild­ar­inn­ar með 11 stig eft­ir 17 leiki.

Co­lem­an hef­ur verið landsliðsþjálf­ari Wales í um fimm ár og náði eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri á EM í Frakklandi á síðasta ári. Liðið komst þó ekki á HM í Rússlandi næsta sum­ar, en Co­lem­an hef­ur áður verið knatt­spyrn­u­stjóri Ful­ham, Real Sociedad og Co­ventry, svo eitt­hvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert