„Eru vélin í liðinu“

Paul Pogba fagnar marki sínu.
Paul Pogba fagnar marki sínu. AFP

José Mourinho hrósaði Frakkanum Paul Pogba fyrir frammistöðuna í 4:1-sigri Manchester United gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Pogba sneri aftur í lið United eftir 12 leikja fjarveru og hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Þetta var 38. leikur Manchester-liðsins án taps í öllum keppnum á Old Trafford, sem er félagsmet.

„Paul Pogba var frábær. Hann og Nemanja Matic náðu vel saman í byrjun tímabilsins og þeir eru vélin í liðinu. Ég setti það í hendurnar á Pogba hversu lengi hann spilaði en frammistaða hans var hreint mögnuð,“ sagði Mourinho eftir leikinn en Pogba fór út af á 70. mínútu.

Þá fagnaði Mourinho endurkomu Zlatans Ibrahimovic en Svíinn lék sinn fyrsta leik frá því hann meiddist alvarlega í hné í apríl. Zlatan lék síðasta stundarfjórðunginn.

„Það var frábær tilfinning að sjá hann inni á vellinum,“ sagði Mourinho. „Eftir að við lentum undir í leiknum spilaði liðið virkilega vel og við hefðum vel getað unnið stærri sigur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert