Verður erfitt að ná City

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Antonio Conte knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea segir að það verði erfitt fyrir önnur lið að ná Manchester City.

Conte sá sína menn vinna stórsigur á útivelli gegn WBA í gær, 4:0, þar sem Eden Hazard skoraði tvö mörk en á sama tíma fagnaði Manchester City 2:0-útisigri gegn Leicester City.

„Við vorum mjög einbeittir og ákveðnir í leik okkar og allt liðið spilað vel. Morata og Hazard ná ákaflega vel saman og ég vona að þeir haldi því áfram,“ sagði Conte eftir leikinn.

„Það verður erfitt fyrir önnur lið að ná Manchester City. City-liðið spilar virkilega vel. Það vinnur alla leiki og hefur aðeins tapað stigum í einum leik.“

Eftir 12 umferðir er Manchester City í toppsætinu með 34 stig, Manchester United er í öðru með 26 og Chelsea í þriðja sætinu með 25 stig.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert