Moyes tapaði fyrsta leik með West Ham

David Moyes á hliðarlínunni hjá West Ham í dag.
David Moyes á hliðarlínunni hjá West Ham í dag. AFP

David Moyes mátti sætta sig við tap í fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri West Ham þegar liðið heimsótti Watford í ensku úrvalsdeildinni. Watford fór með 2:0-sigur af hólmi.

Will Hughes kom Watford yfir eftir baráttu í teignum strax á 11. mínútu. Watford réð ferðinni en þakkaði þó Heurelho Gomes markverði sínum fyrir að hafa forskot í hálfleik eftir að West Ham hafði sótt stíft undir lok fyrri hálfleiks.

Svipað var upp á teningnum eftir hlé og það var framherjinn Richarlison sem innsiglaði 2:0-sigur Watford með marki eftir skyndisókn og sendingu frá Hughes.

Watford er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 18 stig en West Ham er í 18. sæti með 9 stig.

Watford 2:0 West Ham opna loka
90. mín. Það verða átta mínútur í uppbótartíma og West Ham heldur áfram að leita að marki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert