Cantona hrifnari af City en United

Eric Cantona.
Eric Cantona. AFP

Frakkinn Eric Cantona, sem lék með Manchester United á árunum 1992-1997 og var jafnan áberandi, kom með óvænta sprengju í umræðuþætti hjá BBC.

Cantona gagnrýndi þá José Mourinho, knattspyrnustjóra United, og sagði að leikstíll hans hentaði liðinu alls ekki. Honum finnst Mourinho vera of varnarsinnaður í sínum aðgerðum. Hins vegar er hann hrifnari af leikstíl Pep Guardiola, stjóra erkifjenda Manchester City.

„Ég elska Mourinho og hans persónuleika, hann er mjög snjall og tekur yfirleitt alla pressu á sig. En ég elska Guardiola líka. Báðir eru frábærir, en ég kann betur að meta sóknarleik því hann er meira skapandi. Þannig reyndi ég að spila allan minn feril,“ sagði Cantona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert