Axel til Torquay í einn mánuð

Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson Ljósmynd/Reading

Enska B-deildarfélagið Reading, staðfestir í dag lánssamning Axels Óskars Andréssonar við enska félagið Torquay sem leikur í efstu utandeild Englands eða 5. efstu deild. Samningurinn gildir í einn mánuð eða til 6. janúar á næsta ári. 

Axel, sem er 19 ára gam­all, er samn­ings­bund­inn Rea­ding og hef­ur hann leikið með liðinu í deilda­bik­arn­um á leiktíðinni og verið á vara­manna­bekkn­um í nokkr­um leikj­um í ensku B-deild­inni.

Fyrsti leikur varnarmannsins er útileikur gegn Tranmere og svo taka við heimaleikir gegn Gateshead og Maidstone.

Þetta er í annað sinn sem Axel er lánaður frá Reading. Hann lék stóran hluta síðasta tímabils með Bath City, einni deild neðar, og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum liðsins. Axel er fastamaður í íslenska 21-árs landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert