Southampton og Arsenal skildu jöfn

Southampton og Arsenal gerðu 1:1-jafntefli þegar liðin mættust í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á St. Mary's í hádeginu í dag.

Charlie Austin kom Southampton yfir strax á þriðju mínútu leiksins, en hann fékk þá laglega stungusendingu frá Dusan Tadic og kláraði færið með stakri prýði. 

Oliver Giroud jafnaði síðan metin fyrir Arsenal með hnitmiðuðum skalla eftir hárnákvæma fyrirgjöf frá Alexis Sánchez undir lok leiksins. Giroud hafði nýverið komið inná sem varamaður þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. 

Arsenal situr í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig eftir þetta jafntefli. Arsenal hefur jafn mörg stig og Liverpool sem er sæti ofar sökum hagstæðari markatölu liðsins.

Southampton lyfti sér hins vegar upp í 10. sæti deildarinnar með þessu stig, en liðið hefur 18 stig líkt og Everton og Huddersfield Town. 

Southampton 1:1 Arsenal opna loka
90. mín. Jack Wilshere (Arsenal) fær gult spjald Fyrir brot á Manolo Gabbiadini.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert