Rannsaka ólætin á Old Trafford

Leikmönnum Manchester City og Manchester United var heitt í hamsi …
Leikmönnum Manchester City og Manchester United var heitt í hamsi í leiknum og eftir hann líka. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á ólátunum sem brutust út á Old Trafford eftir leik Manchester-liðanna City og United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

José Mour­in­ho, knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United, er sagður hafi fengið yfir sig bæði vatn og mjólk í leik­manna­göng­un­um eft­ir leik en hann hafði þá rif­ist heift­ar­lega við nokkra leik­menn City. Auk þess sem Mour­in­ho var hold­vot­ur mun Mikel Arteta, sem er í þjálf­arat­eymi City, hafa verið blóðugur í fram­an eft­ir átök­in eft­ir leik­inn.

Michael Oliver, dómari leiksins, minntist ekkert á atburðina eftir leik í skýrslu sinni eftir viðureignina, en knattspyrnusambandið hefur krafist svara frá félögunum. Þau hafa til miðvikudags til þess að útskýra hvað gekk á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert