Man. Utd vann - Arsenal og Liverpool misstigu sig

Romelu Lukaku fagnaði ekki í rigningunni í Manchester í kvöld.
Romelu Lukaku fagnaði ekki í rigningunni í Manchester í kvöld. AFP

Manchester United þurfti að hafa fyrir hlutunum í 1:0-sigrinum á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á 25. mínútu en Bournemouth fékk fleiri og betri færi í leiknum. 

David De Gea átti enn og aftur stórleik í marki United og var hann helsta ástæða þess að lærisveinar Jose Mourinho lönduðu stigunum þremur. United er í 2. sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir toppliði Manchester City.

Liverpool náði ekki að brjóta vörn WBA niður á Anfield og luku leikar með markalausu jafntefli. Dominic Solanke kom boltanum í netið í síðari hálfleik en markið taldi ekki vegna hendi. Liverpool er í 5. sæti með 31 stig, eins og Tottenham sem lagði Brighton á heimavelli, 2:0. Serge Aurier kom Tottenham yfir á 40. mínútu og Son Heung-Min bætti við öðru marki skömmu fyrir leikslok.

Arsenal fann ekki leið framhjá lærisveinum David Moyes í West Ham á Emirates-vellinum og skiptu liðin með sér stigunum eftir markalaust jafntefli. Javier Hernández fékk dauðafæri til að tryggja West Ham sigur í blálokin en skot hans fór í slánna. 

Hér má sjá öll úrslit kvöldsins í ensku deildinni:

Newcastle - Everton 0:1
Rooney 27'

Southampton - Leicester 1:4
Yoshida 61' -- Mahrez 11', Okazaki 31' 69', King 38'

Swansea - Manchester City 0:4
Silva 27' 52', De Bruyne 34', Aguero 85'

Liverpool - WBA 0:0

Tottenham - Brighton 2:0
Aurier 40', Son 87'

West Ham - Arsenal 0:0

Liverpool þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli.
Liverpool þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli. AFP
Man. Utd 1:0 Bournemouth opna loka
90. mín. Man. Utd fær hornspyrnu Flott sókn endar með skoti frá Lukaku sem fer í varnarmann og aftur fyrir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert