Mourinho segir meiðslin alvarlegri en talið var

Eric Bailly í baráttu við Eden Hazard.
Eric Bailly í baráttu við Eden Hazard. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti eftir 1:0-sigur liðsins á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær að varnarmaðurinn Eric Bailly verði lengur frá keppni en fyrst var talið.

Bailly hefur nú þegar misst af átta leikjum í röð en Mourinho sagði eftir leik í gær að varnarmaðurinn þyrfti líklegast að gangast undir aðgerð. Ef svo fer verður Bailly ekkert með United yfir hátíðirnar, en eins og venjulega er spilað þétt í desembermánuði.

Bailly spilaði síðast með United í 1:0-tapi fyrir Chelsea hinn 5. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert