Liverpool valtaði yfir Bournemouth

Roberto Firmino skoraði fjórða mark Liverpool í kvöld og fagnar …
Roberto Firmino skoraði fjórða mark Liverpool í kvöld og fagnar því hér með Mohamed Salah. AFP

Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatölur á suðurströnd Englands urðu 4:0 gestunum frá Bítlaborginni í vil.

Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og hefur þar 34 stig, einu meira en Arsenal í 5. sætinu og fjórum minna en Chelsea í 3. sætinu.

Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum. Philippe Coutinho braut ísinn á 20. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki. Hann bjór sér til pláss með hælspyrnu og lék framhjá fjölmörgum varnarmönnum Bournemouth áður en hann setti knöttinn í netið.

Dejan Lovren skallaði svo boltann í netið eftir hornspyrnu en sendinguna fékk hann frá Roberto Fimino sem gerði vel er hann hélt boltanum inni á og kom fyrir markið.

Mohamed Salah skoraði svo sitt 14. mark í deildinni og það 20. í öllum keppnum er hann setti boltann í fjærhornið eftir að hafa leikið varnarmenn Bournemouth grátt.

Brasilíumaðurinn Roberto Firmino skoraði svo á 66. mínútu með skalla eftir fasta sendingu frá landa sínum Coutinho.

Bournemouth sá aldrei til sólar í leiknum. Jermaine Defoe fór illa með dauðafæri í fyrri hálfleik og hefði getað minnkað muninn í 2:1 en skot hans fór í stöng og út. Bournemouth hefur 16 stig í 16. sæti og er stigi frá Newcastle sem er í fallsæti.

Philippe Coutinho fagnar marki sínu í dag og þakkar æðri …
Philippe Coutinho fagnar marki sínu í dag og þakkar æðri máttarvöldum. AFP
Joshua King, hinn norski framherji hjá Bournemouth, í baráttu við …
Joshua King, hinn norski framherji hjá Bournemouth, í baráttu við Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain. AFP
Bournemouth 0:4 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert