Hvað gerir Gylfi gegn gömlu samherjunum?

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en þá mætir hann sínum gömlu félögum í Swansea á Goodison Park.

Everton hefur verið á góðu skriði en liðið hefur innbyrt 10 stig í síðustu fjórum leikjum sínum og er komið upp í 10. sæti deildarinnar eftir afar erfiða byrjun.

„Ég hef verið að bæta mig og það hefur komið með betra gengi liðsins. Í heild er liðið miklu betra nú en fyrir nokkrum vikum,“ segir Gylfi Þór í viðtali á heimasíðu Everton.

„Sjálfstraustið fór dvínandi þegar liðinu gekk illa en sem lið og hjá mér persónulega hefur allt legið upp á við. Ef við höldum áfram á sömu braut á æfingum og í leikjum verður jólatörnin vonandi góð hjá okkur. Sjálfstraustið er að koma og skipulagið hjá liðinu og við vitum allir hvað stjórinn okkar vill fá frá okkur í vörn sem sókn,“ segir Gylfi sem hefur skorað tvö mörk í 16 leikjum með Everton í deildinni á tímabilinu.

Everton á svo aftur heimaleik á Þorláksmessu þegar liðið tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Á annan dag jóla sækir Everton lið WBA heim og mætir svo Bournemouth á útivelli hinn 30. desember áður en Manchester United sækir Everton heim á nýársdag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert