„Kalla þetta desember meiðsli“

Antonio Valencia situr á grasinu í leiknum gegn WBA í …
Antonio Valencia situr á grasinu í leiknum gegn WBA í gær. AFP

Ekvadorinn Antonio Valencia mun að öllu óbreyttu missa af næstu leikjum Manchester United en hann tognaði í læri í síðari hálfleik í 2:1 sigri United gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

„Þetta er það sem ég kalla desember meiðsli. Hann tognaði, mikið, lítið eða í meðallagi. Ég veit það ekki,“ sagði José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United eftir leikinn.

Mikið hefur mætt á Valencia en leikurinn í gær var sá sjöundi í röð hjá Ekvadoranum sem hefur verið með fyrirliðabandið á tímabilinu í fjarveru Michael Carrick.

Valencia hefur komið við sögu í 24 leikjum United í öllum keppnum á leiktíðinni og í þeim hefur hann skorað tvö mörk, gegn Everton og Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert