Puncheon handtekinn og kærður fyrir vopnaburð

Jason Puncheon.
Jason Puncheon. AFP

Jason Puncheon leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace er ekki í góðum málum.

Puncheon var handtekinn aðfaranótt sunnudags og var látinn dúsa í steininum yfir nóttina en hann hefur verið kærður fyrir líkamsárás og að hafa verið með vopn undir höndum. Puncheon hefur verið gert að mæta fyrir dóm þann 5. janúar en hann ku hafa blandað sér í slagmál milli tveggja kvenna fyrir utan næturklúbb í London.

Puncheon var ekki í leikmannahópi Crystal Palace á laugardaginn þegar liðið vann góðan 3:0 útisigur gegn Leicester en þessi 31 árs gamli miðjumaður hefur komið við sögu í 9 leikjum með Palace í deildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert