„Eitt af mínum bestu mörkum“

Gylfi fagnar 50. marki sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi fagnar 50. marki sínu í ensku úrvalsdeildinni í dag. AFP

„Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mjög mikilvægum tíma og þetta var virkilega gott mark. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir sigurinn gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi skoraði eitt af mörkum tímabilsins og hann átti frábæran leik og var útnefndur maður leiksins bæði hjá Sky Sports og BBC. Þetta var 50. mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni og það var svo sannarlega af glæsilegri gerðinni.

„Ég hef sagt það á síðustu vikur að tilfinning okkar væri sú að við værum ekki langt frá því að vinna tvo leiki í röð. Okkur fannst við vera nálægt því að vinna leiki og það var virkilega sætt að ná loks að vinna tvo leiki í röð,“ sagði Gylfi, sem er heldur betur í stuði þessa dagana. Hann skoraði tvö mörk í 3:0 sigri á móti Fulham um síðustu helgi og er einn sex leikmanna sem eru tilnefndir sem leikmaður septembermánaðar.

„Þetta var fyrsti sigur okkar á útivelli á tímabilinu, annar sigurinn í röð og þrjú afar góð stig á erfiðum útivelli,“ sagði Gylfi, sem verður næst í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik í Guingamp í Frakklandi á fimmtudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert