Arsenal mætir Man. United í bikarnum

Nemanja Matic og félagar í Manchester United mæta Pierre-Emerick Aubameyang …
Nemanja Matic og félagar í Manchester United mæta Pierre-Emerick Aubameyang og liði Arsenal í bikarnum. AFP

Nú í kvöld var dregið í 4. umferð ensku FA-bikarkeppninnar í knattspyrnu. Sex úrvalsdeildarlið féllu úr leik í 3. umferðinni, nú síðast Liverpool fyrr í kvöld. 32 lið voru í hattinum og stórleikur er á dagskrá.

Stórleikurinn er án efa viðureign Arsenal og Manchester United á Emirates-leikvanginum. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fengu erfiðan drátt en liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja B-deildarlið Millwall.

Barnet, eina utandeildaliðið sem er eftir í keppninni, fékk heimaleik gegn B-deildarliðinu Brentford en bæði liðin eru frá London.

Leikirnir fara fram 27. og 28. janúar, en dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Swansea – Gillingham
Wimbledon – West Ham
Shrewsbury eða Stoke – Wolves
Millwall – Everton
Brighton – West Brom
Bristol City – Bolton
Doncaster – Oldham
Accrington Stanley – Derby eða Southampton
Chelsea – Sheffield Wednesday eða Luton
Middlesbrough – Newport
Manchester City – Burnley
Barnet – Brentford
Portsmouth – QPR
Arsenal – Manchester United
Crystal Palace – Tottenham
Newcastle eða Blackburn – Watford

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert