Ensku úrvalsdeildinni aflýst hjá konunum

Rakel Hönnudóttir í leik með Reading.
Rakel Hönnudóttir í leik með Reading. Ljósmynd/Neil Graham

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að keppni mun ekki hefjast á ný í úrvalsdeild og B-deild kvenna en yfirlýsing þess efnis var gefin út rétt í þessu.

Enn er óljóst hvernig niðurstöðunni verður háttað varðandi deildarmeistaratitlana og þá hvaða lið fara upp og niður um deild, ef einhver. Forráðamenn deildanna munu funda með forráðamönnum sambandsins á næstu vikum til að komast að niðurstöðu. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðuni hafi verið tekin í samráði við félögin sem flest studdu við tillöguna um að stöðva keppnina.

Rakel Hönnudóttir var leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið hófst síðasta haust en hún var þá leikmaður Reading. Hún sneri hins vegar aftur heim og gekk til liðs við Breiðablik um síðustu áramót þar sem hún mun spila á Íslandsmótinu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert