Fyrsti titilinn lagði grunninn að yfirráðum United (heimildamynd)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur deildin framleitt stuttar heimildamyndir þar sem litið er um öxl og farið yfir eftirminnilega titla, leiki, leikmenn og knattspyrnustjóra.

Að öðrum ólöstuðum er Skotinn Sir Alex Ferguson besti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Alls stýrði hann liði Manchester United til 13 úrvalsdeildartitla á árunum 1993 til 2013.

Á fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildarinnar, 1992/1993, stóð Man. United uppi sem sigurvegari á hádramatískan hátt.

Í heimildamyndinni „Rise of a Dynasty“ er farið yfir þennan fyrsta titil sem lagði grunninn að ótrúlegum yfirráðum Rauðu djöflanna í tvo áratugi á eftir.

Sir Alex fer þar sjálfur yfir fyrsta úrvalsdeildartitilinn auk þess sem Steve Bruce, hetjan sem tryggði titilinn, leggur orð í belg.

Heimildamyndina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert