Ferrari fer með mál Coughlan fyrir rétt í London

Jean Todt segir mál á hendur Coughlan hefjast fyrir dómi …
Jean Todt segir mál á hendur Coughlan hefjast fyrir dómi í London á morgun, þriðjudag. reuters

Ferrariliðið fer fyrir rétt í London á morgun, þriðjudag, og segir liðsstjórinn Jean Todt það vera næsta skref í máli á hendur aðalhönnuði McLaren, Mike Coughlan.

Gögn sem tilheyra Ferrari eru sögð hafa verið á heimili Coughlan er lögmenn liðsins ásamt „óháðum sérfræðingum“, eins og Todt kallar þá, knúðu dyra hjá Coughlan í síðustu viku.

„Niðurstaða þeirra var sú að fyrir hendi væru staðreyndir til að stíga næsta skref. Það skref er að fara fyrir héraðsdóm [í London] á þriðjudag,“ sagði Todt við blaðamenn eftir breska kappaksturinn í Silverstone.

Todt varðist að tjá sig nánar um málið eða nákvæmlega hverjum málið væri beint gegn. Sagði hann málaferlin gera það að verkum að hann gæti ekki rætt málið eða tjáð sig um það.

Auk máls á hendur Coughlan hratt Ferrari nýlega af stað lögregluaðgerð á hendur Nigel Stepney, einum helsta tæknimanni sínum í rúman áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert