Räikkönen hafði sætaskipti við Hamilton á seinni æfingunni

Räikkönen hafði sætaskipti við Hamilton á seinni æfingunni í Nürburginrg.
Räikkönen hafði sætaskipti við Hamilton á seinni æfingunni í Nürburginrg. reuters

Kimi Räikkönen hjá Ferrari setti besta tíma seinni æfingar dagsins í Nürburgring. Hafði hann sætaskipti við Lewis Hamilton hjá McLaren sem ók hraðar á fyrri æfingunni en varð annar á þeirri seinni. McLarenþórinn átti besta tíma dagsins þegar upp var staðið.

Að þessu sinni var Felipe Massa hjá Ferrari betur stemdur en í morgun og setti þriðja besta tímann. Fernando Alonso hjá McLaren sá svo til þess að stórliðin tvö einokuðu fjögur efstu sætin.

Keppendur hófu æfinguna á millidekkjum þar sem brautin var blaut eftir úrhellis rigningu sem skall á fljótlega eftir að fyrri æfingunni lauk og olli ökuþórum GP2 miklum örðugleikum er þeir tóku til við æfingar á eftir formúluþórunum.

Jenson Button var sá eini sem lauk tímahring á millidekkjunum og bætti Hamilton tíma hans um 15 sekúndur á þurrdekkjum rétt á eftir. Alonso, Massa og Räikkönen skiptust síðan á að setja hraðasta hring en Hamilton tók efsta sætið eftir tæpa klukkustund. Þegar fimm mínútur voru eftir lét Räikkönen til sín taka og setti tíma sem ekki var haggað eftir það.

Hamilton reyndi að svara fyrir sig en í harðri sókn sneri hann bílnum í Michelin-beygjunni. Komst hann strax inn á brautina aftur en á næsta hring tókst ekki betur til en svo að hann lenti utan brautar og út á gras við Ford-beygjuna. Varð hann því að sætta sig við annað sæti.

Æfinguna út í gegn muni mjög litlu á tímum ökuþóranna. Til dæmis greindu aðeins þrjú sekúndubrot toppmenina fjóra að og fyrstu 15 bílarnir kláruðu hringinn á sömu sekúndunni.

Toyota lét til sín taka á seinni æfingunni er Ralf Schumacher setti fimmta besta tímann, innan við sekúndubroti á eftir Alonso, og Jarno Trulli varð sjötti, rétt á eftir Ralf.

Athygli vakti að ökuþórar BMW voru ekki jafn sprækir og á morgunæfingunni, urðu í níunda og tíunda sæti. Sem fyrr er þó lítið af tímunum að ráða því tilgangur æfinganna milli liða getur verið afar misjafn.

Nýliðinn Markus Winkelhock lauk æfingunni úti í malargryfju þar sem hann festi Spykerbílinn eftir að hafa snarsnúist út úr brautinni við Bit-beygjuna er 20 mínútur voru eftir.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Räikkönen Ferrari 1:33.339 28
2. Hamilton McLaren 1:33.478 +0.139 28
3. Massa Ferrari 1:33.590 +0.251 27
4. Alonso McLaren 1:33.637 +0.298 30
5. R.Schumacher Toyota 1:33.668 +0.329 18
6. Trulli Toyota 1:33.746 +0.407 22
7. Rosberg Williams 1:33.845 +0.506 24
8. Button Honda 1:33.880 +0.541 36
9. Heidfeld BMW 1:34.146 +0.807 22
10. Kubica BMW 1:34.221 +0.882 19
11. Webber Red Bull 1:34.235 +0.896 29
12. Wurz Williams 1:34.264 +0.925 21
13. Sato Super Aguri 1:34.357 +1.018 26
14. Barrichello Honda 1:34.411 +1.072 26
15. Fisichella Renault 1:34.431 +1.092 28
16. Kovalainen Renault 1:34.446 +1.107 25
17. Coulthard Red Bull 1:34.504 +1.165 19
18. Davidson Super Aguri 1:34.554 +1.215 26
19. Speed Toro Rosso 1:35.320 +1.981 26
20. Liuzzi Toro Rosso 1:35.653 +2.314 24
21. Sutil Spyker 1:36.527 +3.188 25
22. Winkelhock Spyker 1:37.319 +3.980 19
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert