Räikkönen sér fram á erfiða keppni þrátt fyrir ráspólinn

Räikkönen kemur í fyrstu beygju og í baksýn gnæfir Mercedes-stúkan.
Räikkönen kemur í fyrstu beygju og í baksýn gnæfir Mercedes-stúkan. reuters

Kimi Räikkönen segist gera ráð fyrir erfiðum kappakstri í Nürburgring á morgun þótt hann hefji hann af ráspól. Er það annar póll hans á árinu, hinn fyrsta vann hann í fyrsta móti ársins í Melbourne.

“Loksins,” andvarpaði Räikkönen eftir að ráspóllinn var orðin hans. Stefnir hann að þriðja mótssigrinum í röð, en hann vann franska kappaksturinn í Magny-Course fyrir þremur vikum og þann breska í Silverstone viku seinna.

“Ég gerði mistök í síðustu umferð tímatökunnar í síðasta móti en í dag gekk allt upp. Ég átti við gripvanda að stríða í fyrstu tveimur lotunum en í þeirri síðustu, með eldsneyti til keppninnar um borð, var bíllinn góður á ný.

Biðin eftir óhapp Hamiltons flækti tímatökurnar og aðalvandinn sá að allt snerist um einn fljúgandi hring. Nú er ég í bestu stöðu á rásmarki en geri mér grein fyrir því að keppnin getur orðið mjög hörð. Alla helgina hefur bíllinn reynst vel en keppinautarnir eru mjög öflugir,” sagði Räikkönen.

Liðsfélagi hans Felipe Massa varð þriðji í tímatökunni en sagðist mjög bjartsýnn á keppnina.

Räikkönen (t.v.) fagnar ráspól í Nürburgring en hann býst við …
Räikkönen (t.v.) fagnar ráspól í Nürburgring en hann býst við Alonso (t.h.) erfiðum á morgun. reuter
Räikkönen í tímatökunum í dag.
Räikkönen í tímatökunum í dag. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert