Alonso hafði sigur í þýska kappakstrinum

Gera þurfti hálftíma hlé á keppni í Þýskalandi vegna úrhellis.
Gera þurfti hálftíma hlé á keppni í Þýskalandi vegna úrhellis. Reuters

Fernando Alonso er nú aðeins tveimur stigum á eftir liðsfélaga sínum hjá McLaren, Lewis Hamilton, eftir að hafa komið fyrstur í mark á Nurburgring-brautinni í dag. Hann hafði betur eftir harða baráttu við Felipe Massa hjá Ferrari, en þessir kappar urðu í öðru og þriðja sæti á þessari sömu braut í fyrra, þegar Michael Schumacher vann.

Massa hafði forystu í keppninni mestan hluta hennar, en eftir harða baráttu tókst Alonso að lokum að komast fram úr þegar aðeins nokkrir hringir voru eftir. Litlu munaði að illa færi þegar hann fór fram úr, en bílarnir rákust lítillega saman.

Ástralinn Mark Webber, ökumaður Red Bull, endaði í þriðja sæti keppninnar, en Hamilton náði ekki stigasæti. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist á þessu fyrsta tímabili hans í Formúlunni. Gera þurfti hálftíma hlé á keppni sökum mikils úrhellis, og var Hamilton einn þeirra sex keppenda sem lentu utan brautar vegna lítils veggrips.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert