Räikkönen býst við tvísýnni keppni

Räikkönen skiptir um dekk í lokalotu tímatökunnar.
Räikkönen skiptir um dekk í lokalotu tímatökunnar. ap

Kimi Räikkönen hjá Ferrari segist gera ráð fyrir afar harðri keppni um sigur í belgíska kappakstrinum á morgun. Innan við sekúndubroti munaði á honum, liðsfélaga hans Felipe Massa og Fernando Alonso hjá McLaren í tímatökunum en Räikkönen vann keppnina um ráspólinn, sem er sá 14. á ferlinum.

Ráspóll Räikkönen er jafnframt sá 194. í sögu Ferrariliðsins, áttundi póll liðsins í ár og sá 13. í belgíska kappakstrinum.

Räikkönen kveðst stefna að því að vinna kappaksturinn þriðja sinn í röð. Það verður þó ekki létt, sagði hann eftir tímatökurnar.

"Við gengum út frá því að vera öflugir hér en þetta verður jafnt á morgun. Við þurfum að geta gert okkar besta. Ættum að starta vel og vonandi gengur vel eftir það. Allt getur gerst og ég mun reyna mitt besta á morgun," sagði Räikkönen.

Hann bætti því við að hálsrígur sem háði honum í Monza sl. sunnudag væri horfinn. "Hálsinn er fínn, hann er ekki algóður en ætti ekki að vera í lagi á morgun," bætti hann við.

Räikkönen í Spa í dag.
Räikkönen í Spa í dag. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert