Renaultliðið fundið sekt um njósnir en ekki gerð refsing

Renault var dæmt fyrir njósnir í dag en ekki gerð …
Renault var dæmt fyrir njósnir í dag en ekki gerð refsing. ap

Formúlulið Renault var fundið sekt um njósnir hjá McLaren í dag af íþróttaráði Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Sambandið gerði liðinu hins vegar enga refsingu. 

Í tilkynningu frá FIA segir að Renault hafi verið fundið sekt um brot á íþróttareglum formúlu-1. Boðuð er nánari útskýring á niðurstöðunni æá morgun og því hvers vegna liðinu er engin refsing gerð.

Búist hafði verið við að Renault yrði refsað og var þá litið til þess að það  var sakfellt fyrir samskonar brot og McLarenliðið í sumar. Enska liðinu var gerð þyngsta refsing í sögu íþróttanna með 100 milljóna dollara sekt og brottvikningu úr keppni bílsmiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert