Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs

Kristján Einar með aðstoðarmönnum hjá Carlin í Pembrey í Wales.
Kristján Einar með aðstoðarmönnum hjá Carlin í Pembrey í Wales.

Kristján Einar Kristjánsson, Íslandsmeistari í körtuakstri, keppir í ár í bresku formúlu-3 mótunum. Um ráðningu hans til Carlin Motorsport liðsins breska verður tilkynnt formlega á morgun, þriðjudag, samkvæmt heimildum formúluvefjar mbl.is.

Kristján Einar keppti í Toyotaformúlu í Nýja Sjálandi í janúar sl. og var það liður í undirbúningi hans fyrir formúlu-3. Dugði frammistaða hans þar til að sannfæra forsvarsmenn Carlin um að ráða hann. Kristján tekur á morgun  þátt í fyrstu formlegu æfingu formúlunnar sem fram fer í Pembrey-brautinni í Wales.

Breska formúla-3 skiptist í tvo flokka, alþjóðaflokk og landsflokk, sem keppa saman.  Talið var að síðarnefndi flokkurinn væri betri áskorun og besta mótaröðin fyrir Kristján Einar að byrja í.

Þess má geta að Viktor Þór Jensen keppti í þessum sama flokki í fyrra með liðinu Alan Docking. Hann vann eitt mótanna og áformar að keppa í alþjóðaflokknum  í ár. Þeir Kristján Einar eiga því væntanlega eftir að mætast oft á kappakstursbrautinni í ár.

Heimasíða Carlin-liðsins
Kristján Einar á ferð í formúlu-3 bílnum í Pembrey í …
Kristján Einar á ferð í formúlu-3 bílnum í Pembrey í Wales. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert