Schumi III á Alonsokörtu

Þýska pressan hefur nafnið yfir níu ára son Michaels Schumacher - Schumi III nefnir hún hann eftir að hann þreytti frumraun sína í kappakstri á Alonsokörtu í móti á Spáni.

Mick Schumacher fetar í fótspor föður síns og Ralfs frænda en frumraun sína þreytti hann í hálfgerðri kyrrþey í Gerona á Spáni. Til að vekja sem minnsta athygli fjölmiðla fylgdi föðurafi hans, Rolf,  honum þangað.

Og í sama tilgangi notaði ökuþórinn ungi föðurnafn móður sinnar og skráði sig til leiks sem Mick Betsch.

Spænska blaðið Diario AS birtir í dag mynd af honum í keppninni og vekur athygli að hann ók „Alonsokörtu“, eins og þar segir. Hjálmurinn var eftirgerð hjálms föður hans nema hann var blár en ekki rauður.

Mick Schumacher tók þátt í tveimur mótum í Sils-brautinni skammt frá Gerona og lauk báðum. Varð tíundi í því fyrra og áttundi í seinna mótinu. Hann mun keppa í þremur næstu umferðum mótsraðarinnar.

Michael Schumacher hóf á sínum tíma ungur keppni á körtum og varð þýskur meistari aðeins 15 ára að aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert