Webber: Mosley-hneykslið hefur komið óorði á formúluna

Mál Mosley hefur komið óorði á formúluna, segir Webber.
Mál Mosley hefur komið óorði á formúluna, segir Webber.

Mark Webber hjá Red Bull er þeirrar skoðunar að Max Mosley hafi komið óorði á formúlu-1 eftir að breskt slúðurblað birti frásagnir úr einkalífi hans og með þrákelkni sinni að vilja ekki segja af sér.

„Hneykslismálið hefur komið óorði á íþróttina. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr erum við öll fyrirmyndir í formúlu-1 og íþróttin má einfaldlega ekki við hneyksli sem þessu,“ sagði Webber við íþróttadeid breska ríkisútvarpsins, BBC.

Örlög Mosley eru í höndum aðildarsambanda Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA). Fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir til fundar 3. júní til að fjalla um mál hans og taka afstöðu til hvort samþykkja beri eða hafna tillögu þar sem lýst er yfir trausti á Mosley.

Nokkur stærstu aðildarsambönd FIA hafa hvatt Mosley til afsagnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert