Alonso segir Renault verða öflugra á seinni hlutanum

Alonso, í spænskri fótboltalandsliðstreyju, mætir til leiks í Silverstone.
Alonso, í spænskri fótboltalandsliðstreyju, mætir til leiks í Silverstone. ap

Fernando Alonso segir í samtölum við spænska fjölmiðla, að Renaultliðinu sé áfram um að verða mun öflugara á seinni helmingi keppnistíðarinnar sem hefst í Hockenheim um helgina.

Alonso segir markmiðið vera að eiga nokkur góð mót það sem eftir er. Starfsemi liðsins miði í þá átt og bíllinn hafi tekið miklum framförum undanfarið. Allt miðaði í rétta átt en bætingin væri þó ekki nógu mikil til að kljást mætti af alvöru við toppliðin. 

Segir heimsmeistarinn fyrrverandi fyrir mestu að Renault sé að bæta sig og sú þróun verði að halda áfram.

Alonso segir mistök hafa átt sér stað við dekkjaval í kappakstrinum í Silverstone og hann vonaði að slíkt endurtæki sig ekki í Hockenheim svo hann mætti eiga betra mót þar.

Að sögn Alan Permane, yfirvélfræðings Renault, verða talsverðar nýjungar í yfirbyggingu Renaultsins í Hockenheim sem liðið vonar að geri bílinn samkeppnisfærari en í fyrri mótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert