Framúrakstur auðveldari 2009

Allt stefnir í að framúrakstur verði meiri í formúlu-1 á …
Allt stefnir í að framúrakstur verði meiri í formúlu-1 á næsta áriu en lengi. ap

Ítarlegar akstursprófanir í tölvum og bílhermum á bílum með loftaflsbúnað næsta árs þykja benda til að þá verði mun meira um framúrakstur í kappakstri. Bílarnir taka miklum breytingum fyrir næsta ár vegna nýrra regla um hönnun þeirra.

Eftir lokamótið í Brasilíu í nóvember munu birtast gjörbreyttir bílar á æfingabrautum. Vængir þeirra að framan og aftan verða áberandi minni og vænglingar og stýriblöðkur loftflæðis hverfa af yfirbyggingunni.

Þá verður svonefndum dreifir undir afturenda bílsins gjörbreytt. Hlutverk hans er að búa til sem mest röst aftur úr bílnum til að kjölsogið nýtist ekki bílum sem á eftir koma til að sogast upp að þeim og fram úr.

Þessi búnaður hefur í áratug eða svo verið um að kenna hvers vegna framúrakstur hefur verið illmögulegur í formúlu-1. Fyrir vikið hafa bílar ekið í lestum án þess að geta neitt meira, eins og síðast í Evrópukappakstrinum í Valencia um nýliðna helgi.

„Toyotan er sérlega slæm, maður kemst ekki nær henni en sem svarar einnar sekúndu bili,“ segir Sebastian Vettel hjá Toro Rosso um áhrif dreyfisins við þýska vikuritið Auto Motor und Sport.

Tímaritið skýrir frá því að reynsluökumenn McLaren,  Pedro de la Rosa og Gary Paffett, hafi prófað nýju hönnunina í bílhermum í smiðju liðsins í Woking og verið „afar spennta“ yfir þeim möguleikum sem buðust til framúraksturs á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert