Schumacher gagnrýnir dómara

Michael Schumacher gagnrýnir refsingu Vettels í Melbourne.
Michael Schumacher gagnrýnir refsingu Vettels í Melbourne. reuters

Michael Schumacher dregur í efa réttmæti ákvörðunar dómara ástralska kappakstursins er þeir refsuðu Sebastian Vettel vegna áreksturs þeirra Roberts Kubica á lokahringjum keppninnar í Melbourne.

Eftir kappaksturinn bað Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, bæði lið sitt og Kubica afsökunar á atvikinu, sem átti sér stað er þrír hringir voru eftir. Í sjálfsgaganrýni nefndi hann sjálfan sig í þessu sambandi sem „fífl“ við fjölmiðla.

Ekki eru allir á einu máli um að sökin lægi alfarið hjá Vettel sem freistaði þess að verjast sókn Kubica á betur dekkjuðum BMW-bíl og halda öðru sætinu. Afleiðingin var árekstur svo báðir féllu úr leik.

Schumacher er í þeim hópi sem kemur Vettel til varnar. „Hann var að innanverðu - hann gat ekki látið bílinn leysast upp og út í loftið,“ sagði heimsmeistarinn fyrrverandi við útbreiddasta blað Þýskalands, Bild.

Annar meistari, Keke Rosberg, sagði að Vettel hafi e.t.v. verið refsað því hann væri „alltof hreinskilinn náungi“.

Dómarara kappakstursins sögðu hann hafa valdið árekstrinum og dæmdu hann til 10 sæta afturfærslu á rásmarkinu í næsta móti; Malasíukappakstrinum næsta sunnudag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert